Færsluflokkur: Bloggar

Homopatia

Uppruni hómópatíunnar
Þjóðverjinn Samuel Hahnemann (1755-1843) telst faðir hómópatíunnar. Hann var efna¬fræðingur og læknir og í þá daga fólst læknislistin í að gefa fólki alls konar mixtúrur og smyrsl, taka því blóð, setja það í kassa og láta það svitna þar, framkalla uppköst og niðurgang og endursýkja sár til að láta líkamann framleiða gröft. Hahnemann tók eftir því að af þeim sjúklingum hans sem dóu, voru fleiri sem dóu vegna meðferðarinnar en þeir sem dóu af sjúkdómum, svo hann hætti að stunda lækningar og sneri sér að þýðingum.
Árið 1790 tók hann að sér þýðingu á umfjöllun um börk af tré sem átti að vera mjög góður gegn sótthitanum sem fylgir malaríu. Hann ákvað að rannsaka áhrifin betur sjálfur, og fór að taka börkinn inn í duftformi. Þegar hann byrjaði var hann bara ósköp heilbrigður maður og langt frá því að vera með malaríu en eftir því sem hann tók börkinn lengur inn, varð hann sífellt veikari, og var á endanum kominn með hita og malaríueinkenni. Þegar hann svo hætti að taka börkinn var hann fljótur að jafna sig.

Fyrsta grundvallarlögmál hómópatíunnar
Af þessu ályktaði Hahnemann að það væri hægt að lækna líkt með líku. Þ.e.a.s. að ef maður getur orðið fyrir einhverjum áhrifum sem valda sjúkdómseinkennum, t.d. eitrunaráhrifunum af þessum berki, er hægt að beita sama áhrifsvaldi á manneskju sem er í alvörunni veik og með sams konar einkenni, og lækna hana þar með.
Við erum vön að fá lyf sem virka öfugt, t.d. getum við fengið lyf í apóteki, sem fjarlægja höfuðverk eða lækka sótthita, en ef við förum með sama höfuðverkinn eða hitann til hómópata, fáum við lyf sem ylli höfuðverk eða hita ef við værum heilbrigð.
Hómópatar gefa fólki sem á erfitt með svefn stundum hómópatalyf sem er búið til úr kaffi. Fólk með ofnæmiskvef, þar sem rennur úr augum og nefi með sviða og ertingu, fær stundum hómópatalyf úr rauðlauk. Hver kannast ekki við einkennin sem fylgja því að skera lauk?
Hahnemann og aðstoðarmenn hans fóru upp úr þessu að prófa og skrá áhrif ýmiss konar efna á sinn eigin líkama. Hahnemann kom sér upp u.þ.b. tvö hundruð efnum til lækninga en síðan þá hafa nokkur þúsund efni bæst í uppflettirit hómópata. Úrvalið sem Hahnemann hafði er samt í raun sömu lyfin og hómópatar dagsins í dag nota langmest, þannig að segja má að þó ný þekking bætist við í sífellu, eigi tvö hundruð ára gamlar bækur við enn þann dag í dag. Fáar starfsgreinar nútímans geta státað af því.
Remedíur, eins og hómópatalyf eru kölluð, eru aðallega unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu. Sem dæmi má telja kaffi, rauðlauk, morgunfrú, brennistein, fosfór, borðsalt, ljónamjólk, kolkrabbablek og býflugur.

Annað grundvallarlögmál hómópatíunnar
Til að aðstoðarmenn hans týndu ekki tölunni við prófanir á hættulegustu efnunum einsetti Hahnemann sér að finna bestu mögulegu skammtastærð, þ.e. með fulla virkni en með sem minnstum aukaverkunum. Hann tók til við að minnka skammtana, en komst að því að jafnvel þó hann þynnti efnin heilmikið hættu þau ekki að lækna líkt með líku.
Sú aðferð sem hann þróaði við þynningar er notuð enn þann dag í dag. Þá er tekinn einn hluti af efninu sem á að nota, t.d. einn dropi af jurtaextrakt, og hrist saman við níu hluta af hreinu burðarefni, t.d. alkóhóli. Þannig fást tíu dropar af þunnri jurtablöndu.
Svo er haldið áfram og einn dropi af þessari þunnu blöndu hristur saman við aðra níu dropa af hreinu alkóhóli og þar með er komin enn þynnri blanda. Svo er einn dropi af blöndu númer tvö hristur saman við níu dropa af hreinu alkóhóli og þannig koll af kolli.Stundum er þynnt 1:9, stundum 1:99 eða 1:999 eða jafnvel meir.
Þar með er komið annað grundvallarlögmál hómópatíunnar, við reynum að nota minnsta mögulega skammt. Og þaðan er einmitt komið eitt hinna íslensku heita á hómópatíunni: smáskammtalækningar. Hahnemann smíðaði hins vegar hið alþjóðlega heiti (Homoöpathie, homoeopathy) fyrir hina nýju meðferð úr grískum orðstofnum. Omoeios þýðir líkt en paþos þýðir þjáning eða sjúkdómur. Þannig þýðir orðið áþekk þjáning eða líkt læknar líkt

 

Ég er búin að vera kynna mér aðeins homopatiu, mér finnst þetta mjög áhugavert og langar að prófa fara í svona viðtal hjá homopata :) þekki tvo sem hafa farið og bæði eru mjög ánægð.  Þar fengu þau að vita í hvernig ástandi þau eru líkamlega, hvaða efni og næringarefni þeim skortir og óþol og annað...mjög spennandi, og ég á pottþétt efir að nýta mér þetta. Það verður gaman að fá að vita hvort mig skorti einhver næringar efni eða vítamín sérstaklega núna þarsem ég er nú með barn í maganum :) ég vona auðvitað að mig skorti nú ekki neitt barnsins vegna en maður er nú ekki fullkominn og gott að fá að vita ef það er eithvað ......


fyrsta færsla,11.11.07

Það er mjög langt síðan ég bloggaði seinast, líst vel á þetta mbl blogg, en jæja það er búið að vera ágætis dagur í dag ,vaknaði frekar snemma og fór að þvo þvott og taka til.rosa dugleg eithvað. Ætla að hugleiða núna og kíkja svo aðeins út. Kanski ég kaupi eithverjar jólagjafir, það er nú kominn svona jólafiðringur í mig,ég er nú svo mikið jólabarn í mér:)............

« Fyrri síða

Höfundur

dízaDröfn
dízaDröfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband